Sunday, July 24, 2011

Grímannsfell

Það hefur stundum borið á góma hjá okkur Guðmundi smið að labba eitthvað saman og þannig var það núna að okkur fór að langa að taka góðan göngutúr. Hann sagði líka að Stína hefði verið að rifja það upp að núna væri nánast ár liðið frá því við gengum saman á Þorbjörn eins og sagt hefur verið fá hér á þessum vettvangi.
Hvað um það við ákváðum að ganga á hið gagnmerka Grímannsfell sem ef upp af Gljúfrasteini. Við vorum í Arkarholti rúmlega átta um kvöldið 21. júlí og lögðum af stað um hálfníu leytið.
Keyrðum upp hjá Helgadal og að Túnfæti þar sem Diddú býr og lögðum bílnum þar og gengum af stað sem leið lát. Leiðarlýsingu höfðum við fengið nokkur skýra í bókum og af vef, auk þess sem leiðin reyndist svo stikuð. Þetta er tiltölulega þægilega leið á þetta "lúna" fell eins og því var einhversstaðar lýst.


Spáð og spekúlerað

Veðrið var afar gott til gönguferða, skýjað, 12 stiga hiti og nánast logn. Okkur miðaði vel þó öðru hvoru væri numið staðar og blásið úr nös. Útsýni er frábært af fellinu og þó nokkur móða eða mistur væri í lofti þá sáum við vítt og breitt um land; Reykjavík, Reykjanes, Mosfellsbæ og fleira.


Horft niður Mosfellsdalinn


Við gengum upp á næst hæsta stað á fellinu en slepptum því að ganga á Stórhól sem er hæsti staðurinn. Kvað þá Guðmundur vísu að hætti fornmanna.


Á toppi

Í bakaleiðinni týndu þær Stína og Steina blóðberg til kryddunar síðar meir. Ég hlakka til lambalærisins!


Blóðbergstýnsla

Guðmundur bar með sér splunkunýja Nikon myndavél og notaði hana óspart eins og sjálfsagt er í gönguferðum. Hann hallaði sér útaf og skoðaði árangurinn og virtist harla ánægður með útkomuna.


Þetta eru nú fínar myndir!
Segir ekki gjör af göngu þessari.