Skipulag ferðar á Helgafell við Hafnarfjörð.
Ekið verður sem leið liggur upp í Kaldársel, fyrir ofan Hafnarfjörð. Við vatnsbólið verður vélfákum lagt á bökkum Kaldár og þegar menn hafa gert sig klára verður haldið vestur fyrir vatnsbólið, upp með girðingunni og yfir að misgengi við Helgadal. Helgadalur er sigdæld í landslaginu með gríðalegu forðabúri vatns neðanjarðar, en vatnsból Hafnfirðinga er einmitt handan Kaldárhúka sunnan við Helgadal. Í misgenginu er op niður í Vatnshelli sem ber heiti með rentu enda vatnsagi þar nokkur.
Áfram er svo haldið eftir misgenginu til norðausturs og yfir að Búrfellsgjá. Búrfellsgjá er hrauntröð sem hefur myndast við það er hraun rann út um skarð í gígnum í Búrfelli (179 m.y.s.) og alla leið til sjávar, bæði við Hafnarfjörð og út í Skerjafjörð. Eftir því sem nær dregur eldgígnum sjálfum í Búrfellinu þrengist gjáin og í hlíðum þess, næst gígnum, er hún ekki nema rúmlega 20 metrar í þvermál. Á þessum slóðum er hún hvað skrautlegust og víða má sjá hvernig glóandi hraunið hefur runnið niður veggina í gjánni og storknað þar. Eldgígurinn er nokkuð reglulegur að lögun og órofinn, fyrir utan skarðið niður í gjánna, þó er hann nokkuð lægri austanmegin, á móti Húsfelli án þess að vera beinlínis rofinn. Gígurinn er um 140 metrar í þvermál og 58 metra djúpur. Búrfell og Búrfellsgjá eru einhver stórfenglegustu náttúrufyrirbærin í nágrenni höfuðborgarinnar og sannkallaður ævintýraheimur fyrir stóra og smáa.
Eftir að hafa virt gíginn fyrir sér verður haldið til austurs í átt að Húsfelli (287 m.y.s.) en þangað er rúmlega 2 kílómetra gangur. Ekki er farið beinustu leið, því þá verður hraun og mosi í veginum, heldur verður reynt að þræða mela og krækja framhjá mesta hrauninu og farið milli "hrauns og hlíða" þar sem þess er kostur. Ekki er farið rakleiðis upp á fjallið heldur er hugmyndin að ganga eftir því endilöngu, frá norðaustri til suðvesturs og því þarf að ganga nokkuð norður með því og svo smella sér upp á það á endanum. Húsfell er ekki eins fjölfarið fjall og Helgafell (340 m.y.s) en ekki síðra fjall þó nokkuð lægra sé. Útsýni af því ekki síðra þar sem það stendur eitt og sér úti í miðju hraunhafinu og af fjallinu er skemtileg sýn inn í Búrfellsgíginn. Þegar komið er niður af fjallinu er Húsfellsgjá rétt vestan við og er ekki svo ýkja mikið úr vegi að ganga að henni áður en stefnan er tekin austur fyrir Valahnúka og svo upp á Helgafell.
Helgafell (340 m.y.s) er nokkuð áberandi fjall og sést víða að. Það er tæplega 50 metrum hærra en Húsfell. Úr fjarlægð og frá vissum sjónarhornum ber Húsfellið í Helgafell og renna þau saman í eitt og menn sjá bara Helgafell við fyrstu sýn. En ef vel er að má oft sjá útlínur Húsfells. Helgafell er gríðarlega vinsælt og þægilegt fjall uppgöngu. Nokkur gangur er að því frá bílastæðinu við Kaldársel og menn því orðnir vel heitir þegar lagt er á fjallið. Þægilegt er að ganga upp fjallið úr skarðinu á milli Valahnúka og Helgafells þó er nokkuð greinilegur slóði er þó kominn upp fjallið nokkrð fyrir neðan skarðið en það er umdeilanlegt hvort að sú leið sé þægileg uppgöngu, enda nokkuð í skriðu og nokkuð brött. Frekar róleg hækkun er upp fjallið og stóran hluta leiðarinnar er gengið eftir vindsorfnum móbergsklöppum. Þar sem ekki eru klappir þar er mjög greinilegur slóði sem fjöldi fóta hefur markað í gegnum tíðina. Uppi á toppi Helgafells er hringsjá með öllum helstu örnefnum sem sjást, nær og fjær. Eftir að hafa áð stundarkorn á toppnum er haldið af stað niður. Ekki er farin sama leið niður og upp, heldur er farið niður stórt og mikið skarð vestan til í fjallinu og þannig niður á jafnsléttu. Eftir það er beinn og breiður vegur (sandur) að bílastæðinu þar sem gangan hófst.
Þetta er frekar fjölbreytt gönguleið þar sem margt er að sjá í umhverfinu ásamt því að komast á þrjú fjöll. Nokkuð jafnsléttulabb er á milli fjallanna (fellanna). Raunhækkun á fellin þrjú er á bilinu 80 - 240 metrar.
Áfram er svo haldið eftir misgenginu til norðausturs og yfir að Búrfellsgjá. Búrfellsgjá er hrauntröð sem hefur myndast við það er hraun rann út um skarð í gígnum í Búrfelli (179 m.y.s.) og alla leið til sjávar, bæði við Hafnarfjörð og út í Skerjafjörð. Eftir því sem nær dregur eldgígnum sjálfum í Búrfellinu þrengist gjáin og í hlíðum þess, næst gígnum, er hún ekki nema rúmlega 20 metrar í þvermál. Á þessum slóðum er hún hvað skrautlegust og víða má sjá hvernig glóandi hraunið hefur runnið niður veggina í gjánni og storknað þar. Eldgígurinn er nokkuð reglulegur að lögun og órofinn, fyrir utan skarðið niður í gjánna, þó er hann nokkuð lægri austanmegin, á móti Húsfelli án þess að vera beinlínis rofinn. Gígurinn er um 140 metrar í þvermál og 58 metra djúpur. Búrfell og Búrfellsgjá eru einhver stórfenglegustu náttúrufyrirbærin í nágrenni höfuðborgarinnar og sannkallaður ævintýraheimur fyrir stóra og smáa.
Eftir að hafa virt gíginn fyrir sér verður haldið til austurs í átt að Húsfelli (287 m.y.s.) en þangað er rúmlega 2 kílómetra gangur. Ekki er farið beinustu leið, því þá verður hraun og mosi í veginum, heldur verður reynt að þræða mela og krækja framhjá mesta hrauninu og farið milli "hrauns og hlíða" þar sem þess er kostur. Ekki er farið rakleiðis upp á fjallið heldur er hugmyndin að ganga eftir því endilöngu, frá norðaustri til suðvesturs og því þarf að ganga nokkuð norður með því og svo smella sér upp á það á endanum. Húsfell er ekki eins fjölfarið fjall og Helgafell (340 m.y.s) en ekki síðra fjall þó nokkuð lægra sé. Útsýni af því ekki síðra þar sem það stendur eitt og sér úti í miðju hraunhafinu og af fjallinu er skemtileg sýn inn í Búrfellsgíginn. Þegar komið er niður af fjallinu er Húsfellsgjá rétt vestan við og er ekki svo ýkja mikið úr vegi að ganga að henni áður en stefnan er tekin austur fyrir Valahnúka og svo upp á Helgafell.
Helgafell (340 m.y.s) er nokkuð áberandi fjall og sést víða að. Það er tæplega 50 metrum hærra en Húsfell. Úr fjarlægð og frá vissum sjónarhornum ber Húsfellið í Helgafell og renna þau saman í eitt og menn sjá bara Helgafell við fyrstu sýn. En ef vel er að má oft sjá útlínur Húsfells. Helgafell er gríðarlega vinsælt og þægilegt fjall uppgöngu. Nokkur gangur er að því frá bílastæðinu við Kaldársel og menn því orðnir vel heitir þegar lagt er á fjallið. Þægilegt er að ganga upp fjallið úr skarðinu á milli Valahnúka og Helgafells þó er nokkuð greinilegur slóði er þó kominn upp fjallið nokkrð fyrir neðan skarðið en það er umdeilanlegt hvort að sú leið sé þægileg uppgöngu, enda nokkuð í skriðu og nokkuð brött. Frekar róleg hækkun er upp fjallið og stóran hluta leiðarinnar er gengið eftir vindsorfnum móbergsklöppum. Þar sem ekki eru klappir þar er mjög greinilegur slóði sem fjöldi fóta hefur markað í gegnum tíðina. Uppi á toppi Helgafells er hringsjá með öllum helstu örnefnum sem sjást, nær og fjær. Eftir að hafa áð stundarkorn á toppnum er haldið af stað niður. Ekki er farin sama leið niður og upp, heldur er farið niður stórt og mikið skarð vestan til í fjallinu og þannig niður á jafnsléttu. Eftir það er beinn og breiður vegur (sandur) að bílastæðinu þar sem gangan hófst.
Þetta er frekar fjölbreytt gönguleið þar sem margt er að sjá í umhverfinu ásamt því að komast á þrjú fjöll. Nokkuð jafnsléttulabb er á milli fjallanna (fellanna). Raunhækkun á fellin þrjú er á bilinu 80 - 240 metrar.