Tuesday, June 13, 2017

Litli Meitill

Í blíðviðrinu á sunnudaginn 11. júní síðast liðinn ákváðum við hjúin að skella okkur í góðan göngutúr. Vorum einhverja stund að bræða með okkur hvert ætti að fara og ákváðum svo að labba á Geitafell í Þrengslum. Þegar þangað kom leist okkur nú ekki meira en svo á það, því það er nokkuð drjúg gönguleið. Það vill því svo vel til að beint á móti Geitafelli eru fellin Litli- og Stóri Meitill. Við ákváðum því að nú skyldum við ganga á þann litla. Hægt er að keyra slóða nær alveg að fellinu og gerðum við það og gengum svo af stað. Þetta er þægilegt svæði að ganga, óljósar gönguslóðir en þó sést alveg móta fyrir þeim.
Gangan upp tók einn og hálfan tíma enda var rólega farið. Smá príl er efst en allt í lagi.  Leiðin upp reyndist vera 2,02 km.  Við tókum okkur kaffipásu eða reyndar vatnspásu þarna upp í bliðviðrinu.


Smá norðan gola var en ekkert til ama. Eftir að hafa nært okkur og notið útsýnis héldum við niður aftur. Það spillti reyndar fyrir útsýninu að það var töluvert mistur í hæðarhryggnum sem lá yfir landinu.


Við vorum ánægð að lokinni göngunni og renndum til Þorlákshafnar í kaffi og kruðerí og síðan upp í Hveragerði til að kaupa blóm og fleira.


Fínn dagur.


Myndasyrpa: 


Á toppnum!

Fjallagróður

Sandfell og Geitafell sem til stendur að ganga á

Útsýnið er frábært

Komin upp!

No comments:

Post a Comment