Þennan ágæta sunnudagsmorgun hlustuðum við á Sirrý tala við Reyni Traustason sem lýsti fjálglega gönguferðum sínum og því að hafa lést um 40 kg. á síðustu tveimur árum. Þá hætti hann að reykja og fór svo að ganga þar sem hann taldi að annars væru dagar sínir taldir. Þegar þeim þætti var lokið var kominn gönguhugur í SMG og þá drifum við okkur af stað og gengum á Helgafell í Mosfellsbæ. Þetta er þægileg ganga en við fórum frá bílastæðinu við Ása sem er fljótlega til hægri eftir að komið er inn á Þingvallaveginn.
Við vorum um 20 mín. að labba upp á hæsta punkt fellsins. Þaðan fórum við í smá skoðunarferð í vesturátt og gekk svo SMG inn í Skammadal en EG labbaði fyrir ofan Helgafellslandið til baka að bílnum.
Þessi túr tók í heildina um 2 klukkustundir.
Veðrið var ágætt, 7 stiga hiti og smá norðangjóla uppi á fellinu.
Á leið upp Helgafell
Á toppi Helgafells