Thursday, February 21, 2013

Búrfellsgjá

Það var laugardaginn 16. febrúar sem við tókum okkur til og fórum í göngutúr. Keyrðum í gegnum Heiðmörkina og lögðum á stæðið þar sem gengið er inn í Búrfellsgjá.
Veðrið var gott, bjart og þurrt og smá frost. Göngufæri var eins og best var ákosið og gengum við alveg inn í gjána. Ég gerði það að gamni mínu að láta Sports Tracker mæla þetta og túrinn reyndist vera 4,37 km. Tíminn sem þetta tók var 1:35:14. Nákvæmt skal það vera.
Þetta var hressandi og þægilegur göngutúr.




 Horft til Helgafells