Við fórum upp í Úlfarsárdal og SMG lagði bílnum á hefðbundnum stað og við örkuðum af stað. Fórum upp nyrðri leiðina en hún er heldur brattari efst hin sú syðri. Það er laus möl efst í brekkunni og samt auðfarið. Þegar upp var komið stoppuðum við aðeins og blésum mæðinni en héldum svo áfram til suðurst en þar er fellið hæst. Þar var skrifað í gestabókina og svo haldið niður til baka.
Veðrið var alveg ljómandi, aðeins vindur en hann var bara hressandi.
Á leiðinni niður gengum við í gegnum heilmikla lúpínubreiðu, en lúpínan er heldur betura að breiða úr sér um land allt. Má eiginlega telja hana orðna hálfgerða umhverfisvá sem ekkert verður við ráðið. Eina jurtin sem hefur eitthvað í lúpínuna að segja er kerfillinn og telst hann víst illgresi líka.
Lúpínan hefur víst sést í 900 m hæð yfir sjó, nokkuð sem engum hafði dottið í hug að gæti gerst.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af okkur hjúunum á leiðinni niður.
EG
SMG