Monday, May 20, 2013

Úlfarsfell 18.5.2013

Við tókum okkur til og fórum í hressingargöngu á Úlfarsfell. Það var ágætt veður, ekki hlýtt en þurrt og strekkingsvindur. Við fórum upp á venjulegum stað, lögðum á bílaplaninu fyrir innan byggðina í Úlfarsfellsdal. Eins og margir vita er Úlfarsfell vinsælt fell til heilsubótargöngu og má sem dæmi nefna Reyni Traustason hinn öfluga ritstjóra DV en á Úlfarsfelli hefur hann skilið eftir tugi kílóa. Hann hefur gengið að eigin sögn yfir 500 sinnum á fellið.

Ferðin okkar tók rúman klukkutíma. Steinunn fór Mosfellsbæjarmegin niður og ég sótti hana þangað. Við fórum svo á kaffistofuna í Álafosshvosinni og fengum okkur súpu. Ég fékk mér íslenska kjötsúpu og SMG fékk sér kjúklingasúpu. Það var ljómandi. Síðan var haldið heim á leið og tekið til við önnur verkefni.


Gönguleiðin

No comments:

Post a Comment