Gangan upp tók einn og hálfan tíma enda var rólega farið. Smá príl er efst en allt í lagi. Leiðin upp reyndist vera 2,02 km. Við tókum okkur kaffipásu eða reyndar vatnspásu þarna upp í bliðviðrinu.
Smá norðan gola var en ekkert til ama. Eftir að hafa nært okkur og notið útsýnis héldum við niður aftur. Það spillti reyndar fyrir útsýninu að það var töluvert mistur í hæðarhryggnum sem lá yfir landinu.
Við vorum ánægð að lokinni göngunni og renndum til Þorlákshafnar í kaffi og kruðerí og síðan upp í Hveragerði til að kaupa blóm og fleira.
Fínn dagur.
Myndasyrpa:
Á toppnum! |
Fjallagróður |
Sandfell og Geitafell sem til stendur að ganga á |
Útsýnið er frábært |
Komin upp! |