Gengið var í Búrfellsgjá. Veðrið var ágætt, svolítill vindur, en þurrt að kalla.
Við gengum þetta fremur rólega og skoðuðum gjótuna djúpu, réttina og hellaskúta og röbbuðum um daginn og veginn eins og gengur. Fórum alveg upp í gíginn. Margt var spjallað og spekúlerað á leiðinni og var það bæði fróðlegt og skemmtilegt.
Þetta var hressandi og fínn göngutúr.
Gönguleiðin
No comments:
Post a Comment