Saturday, June 29, 2013

Búrfellsgjá 11.6.2013

Nýstofnað göngufélag Iðunnar fór í sína fyrstu gönguferð þann 11. júní 2013. Mæting var fremur dræm en þeir sem gengu voru Hildur Elín Vignir forstýra og Einar hennar maður og Einar sonur þeirra og svo við Steinunn.
Gengið var í Búrfellsgjá. Veðrið var ágætt, svolítill vindur, en þurrt að kalla.
Við gengum þetta fremur rólega og skoðuðum gjótuna djúpu, réttina og hellaskúta og röbbuðum um daginn og veginn eins og gengur. Fórum alveg upp í gíginn. Margt var spjallað og spekúlerað á leiðinni og var það bæði fróðlegt og skemmtilegt.

Þetta var hressandi og fínn göngutúr.

Gönguleiðin


No comments:

Post a Comment