Sunday, June 30, 2013

Selskógur 15.6.2013

Þetta var fyrsta útilega sumarsins með hjólhýsið. Upphaflega hafði verið áætlað að fara  norður í Þórdísarlund en svo fóru að renna á okkur tvær grímur hvort við ættum að fara þangað eða eitthvað annað. En við lögðum af stað og ein hugmyndin var að fara að Lýsuhóli á Snæfellsnesi en Steinunn hafði nú fyrirhyggju á og hringdi þangað og þar var þá blindþoka. Það var þá afskrifað. Þá var það Húsafell og hún hringdi þangað líka og þá var nú farið að fjölga þar ansi mikið. Svo var það bara á leiðinni eftir göngin að Selskógur kom upp í hugann og við drifum okkur þangað. Þar var ekki mikið fjölmenni og auðvelt að fá gott stæði fyrir hjólhýsið. Þetta var sem sagt föstudaginn 14. júní þetta merka ár 2013. Við lögðum húsinu á ágætu stæði og höfðum það bara notalegt.
Daginn eftir var glampandi sólskin og við ákváðum að fara í göngutúr og leiðin sést hér á myndinni og nánar ef klikkað er á linkinn. Við gengum sem leið lá upp með gilinu, upp fyrir skógræktina og síðan ofan klettabeltis erm þarna er. Höfðum fínt útsýni yfir sumarbústaðasvæðið og raunar mest allan dalinn.
Við rákumst á ýmsar hindranir á leiðinni en erfiðust var rafmagnsgirðing í kringum skógræktina. Það var snúið að koma SMG þar yfir en að lokum notaði hún rolluaðferðina og skreið undir girðingu í lækjarfarvegi.

Gönguleiðin


Í bakaleiðinni komum við við hjá Hildi forstjóra Iðunnar og Einari og þágum veitingar. Það var notalegt.




Nokkrar myndir úr göngunni

No comments:

Post a Comment