Monday, June 20, 2011

Litla Sandfell

Við fórum í útilegu til Þorlákshafnar seinnipart laugardagsins 18. júní 2011. Fórum ekki fyrr af stað vegna þess að SMG var að passa í Krókabyggð og ég þurfti að spila við brúðkaup í Háteigskirkju. Við vorum í góðu yfirlæti á tjaldstæðinu í Þorlákshöfn og fengum okkur góðan göngutúr um kvöldið og ég tók svolítið af myndum. Veðrið var bjart en þónokkur svöl gola af hafi sem gerði okkur reyndar lítið til.
Á sunnudagsmorguninn tókum við annan göngutúr og nú út í Hafnarnesvita. Það var sól og fínasta veður.
Seinnipartinn lögðum við af stað heim og ætluðum að skoða hellinn við Arnarker en vegurinn var lokaður svo við héldum áfram. Þegar upp á Þrengsli kom ákváðum við að ganga á Litla Sandfell og gerðum það. Þetta var svona klukkutíma labb fram og til baka en ágætt.


Komin upp


Gott að hvíla lúin bein

Að þessu loknu héldum við heim á leið.

No comments:

Post a Comment