Sunday, June 5, 2011

Úlfarsfell

Það var á ágætum laugardagsmorgni og við ákváðum að fara í smá göngutúr og labba eitthvað sem reyndi örlítið á. Fyrir valinu varð Úlfarsfellið sem er þægilegt gönguferðarfell af minni gerðinni. Við fórum hefðbundna leið upp, þ.e. göngustíginn frá bílastæðinu. Við höfum einhverntíma farið beint upp en upp á síðkastið höfum við farið þennan stíg sem er þægilegur og reynir ekki mikið á. Við tókum þennan göngutúr ekki með neinu trukki en gengum svona jafnt og þér. Þegar upp var komið var þónokkur gola og lofthiti var nú ekki upp á marga fiska frekar en aðra daga þetta vorið. Túrinn tók um einn og hálfan tíma og vorum við bara frísk á eftir.
Engar myndir voru teknar í þessum túr.

Úr garðinum í B19

No comments:

Post a Comment