Tuesday, May 31, 2011

Helgafell við Hafnarfjörð

Á föstudaginn langa, 22. apríl 2011, var ágætt veður, aðeins gola og 7 stiga hiti, gekk á með regnskúrum fyrri partinn en hékk að mestu þurr seinnipartinn. Ég fór og söng við hátíðarmessu í Árbæjarkirkju fyrir hádegið og þegar ég kom heim var hugur í Steinunni að labba eitthvað. Ég var alveg til í það og við bjuggum okkur til útivistar. Það var ákveðið að ganga á Helgafell og við ókum þangað að vísu með viðkomu á heilmiklum markaði í Hafnarfirði þar sem seld voru föt og skór og þvílíkt. Engin kaup voru gerð þar og því brunað í Kaldársel. Þar var hópur af bílum og töluvert af fólki að fara á fellið eða koma af því. Helgafell er sennilega eitt vinsælasta ef ekki vinsælasta fell í nágrenni Reykjavíkur til áferðar.
Okkur gekk ferðin upp alveg ágætlega, fórum ekki í neinum flýti en bara höfðum okkar hentisemi. Stoppuðum aðeins á toppnum til að skrifa í gestabók og taka myndir.
Niðurferðin var á sama hátt þægileg og góð og reyndist túrinn taka rétt um 2 tíma. Vorum rétt rúmlega klukkutíma á leiðinni upp sem er víst frekar í rólegri kantinum. Förum greiðar næst.

Við upphaf göngunnar

Kominn upp!

Frúin á fellinu

No comments:

Post a Comment