Wednesday, May 25, 2011

Formáli


Það var veturinn 2009 sem Steinunn varpaði fram þeirri hugmynd að byrja á leiknum „fjall mánaðarins“. Þetta tengist áhuga hennar á líkamsrækt og útiveru, en sá áhugi er sívaxandi. Hefur hún í gegnum tíðina iðkað göngur bæði styttri og lengri og má nefna að að eitt sinn gekk hún hinn fræga Laugaveg.

Eins og nafnið ber með sér er hugmyndafræðin sú að ganga á eitt fjall í hverjum mánuði ársins. Ekki var í upphafi skilgreint hvort alltaf skyldi vera um að ræða fjall í þess stóru merkingu eða bara venjulegt fell. Það hagar einmitt þannig til hér í kringum Reykjavík að þar er urmull af fellum. það lá því beinast við að byrja á því að ganga á þessi fell. Að vísu er Esjan í túnfætinum en hún kemur síðar til skjalanna. Á hana verður gengið eitthvert fagurt sumarkvöldið eða fallegan laugardag.

Hæst upp á tind

No comments:

Post a Comment