Friday, May 27, 2011

Helgafell við Hafnarfjörð

Það var þann 22. mars 2009 sem ákveðið var að fara út að ganga. Afmælisbarn gærdagsins lét engan bilbug á sér finna þó enn hafi eitt árið bæst í árasafnið. Við ókum suður fyrir Hafnarfjörð og settum stefnuna á Helgafell. EG var nú ekki alveg viss hvort ætti að ganga á fellið og lagði til að ganga á smá hraunhól. Það var gert og tók sá göngutúr innan við mínútu og gönguhækkun var fjórir metrar. Þetta þótti nú þeirri fullorðnu frekar lítið og löðurmannlegt og því var tekið á rás og gengið á fellið hið mikla. Veðrið var ágætt, frekar bjart og þokkalegt skyggni. Fellið er 340 m yfir sjó en raunhækkun er ca 240 m eftir því sem næst verður komist.
Það var slangur af fólki á ferðinni og fóru sumir mikinn. Gönguferðin okkar tók um 2 tíma og 45 mín.

No comments:

Post a Comment