Friday, May 27, 2011

Húsfell

Húsfell er um það bil 3 km austar en Helgafell og aðeins lægra eða um 287 m eftir því sem næst verður komist. Við ákváðum að hafa Húsfellið fyrir fjall eða fell júnímánaðar og drifum okkur af stað eftir vinnu þann 12. júní. Það var prýðisgott veður, bjart og fínt.
Við lögðum bílnum á hefðbundnum stað við Kaldársel og gengum inn með Helgafelli og síðan austur að Húsfelli. Þetta var fremur auðveld ganga, fyrst yfir hraun og mosaþembur og svo upp á fellið. Fórum ekki sömu leið til baka heldur gengum þá austanvert við Valahnúka.

Horft á Húsfell


Þegar upp var komið

Eftir gönguna

Það er býsna víðsýnt af fellinu og gaman að koma þarna. Í grenndinni er svo Búrfellsgjánin sem er efni í annan göngutúr.

No comments:

Post a Comment