Reykjafellið er rislítið fell,
rúmlega hundrað metrar.
Svo kvað skáldið (ef skáld skyldi kalla) en Reykjafellið er fellið fyrir ofan Reykjalund í Mosfellsbæ.en á það gengum við þann 5. júní 2009 og var það fjall maímánaðar. Ekki hafði fyrr gefist kostur á að afgreiða það mál.
Við lögðum bílnum á bílastæði út og ofan við Reykjalund og lölluðum svo upp. Veðrið var fínt og ágætt skyggni. Kannski einhver móska en ljómandi gaman.
Skyggnst um af toppnum
Horft yfir Mosfellsbæ og Sundin
Styður sig við steininn
Steinunn gefur vink
No comments:
Post a Comment