Í Mosfellssveit er fellið Helgafell en það er 215 m hátt. Afar þægilegt til hressingargöngu. Við tókum stefnuna á fellið þann 22. febrúar 2009. Það var fínt veður, bjart, svolítil gola og ekki kalt. Við lögðum af stað frá bílastæði í Helgafellslandi og gengum beint upp á fellið. Það var ósköp þægilegt og þegar upp var komið svipuðumst við um og skrifuðum í gestabók sem þar er. Héldum svo niður að norðanverðu sem er aðeins brattara en sú sleið sem við fórum upp. Allt gekk þetta ljómandi vel og var skemmtilegt.
No comments:
Post a Comment