Friday, May 27, 2011

Helgafell 22.2.2009

Í Mosfellssveit er fellið Helgafell en það er 215 m hátt. Afar þægilegt til hressingargöngu. Við tókum stefnuna á fellið þann 22. febrúar 2009. Það var fínt veður, bjart, svolítil gola og ekki kalt. Við lögðum af stað frá bílastæði í Helgafellslandi og gengum beint upp á fellið. Það var ósköp þægilegt og þegar upp var komið svipuðumst við um og skrifuðum í gestabók sem þar er. Héldum svo niður að norðanverðu sem er aðeins brattara en sú sleið sem við fórum upp. Allt gekk þetta ljómandi vel og var skemmtilegt.
Því miður var myndavélin fjarverandi þennan túr en hér fylgir blómamynd úr B19.

No comments:

Post a Comment