Við hittumst svo öll við Olísstöðin við Vesturlandsveginn og ókum síðan sem leið lá að afleggjaranum inn í Jósefsdal. Hjálmur var sjálfkjörinn fararstjóri því hann hafði margoft gengið á fellið og þekkti því alla staðhætti. Við löbbuðum síðan sem leið lá upp stíginn og sóttist ferðin ágætlega. Þetta er auðvitað nokkuð bratt þarna upp malarstíginn og frekar laust í honum en allt gekk þetta vel. Síðan tók við aflíðandi halli þar til komið var að móbergshlíð sem betra er að vara sig á. Hún getur verið hættuleg ef sandur er á klöppunum því þá er hætt við að manni geti skrikað fótur.
Ferðafélagarnir
Hressing á háfellinu
Horft til höfuðborgarinnar
Við
Við príluðum síðan upp á öxlina á háfellinu og gekk það allt slysalaust. Þegar upp var komið tókum við okkur tíma í að fá okkur hressingu og taka myndir. Þarna er feiknamikið útsýni en skyggnið var kannski ekki alveg upp á það besta, t.d. byrgði mökkurinn frá gosinu alveg sýn til austurs. Þarna kom upp pólsk kona með tvo syni sína og fékk að fylgja okkur niður aftur. Það getur verið gott að fá hjálparhönd í prílinu.
Niðurferðin gekk með ágætum og við bílana var kvaðst hlýlega og hver hélt til síns heima.
Sjáið tindinn, þarna fór ég!
****************************************************************************
Hér að neðan er tekið af netinu:
No comments:
Post a Comment